Jöklasýn (EISI)
Takið þátt í að skrásetja breytingar á jöklum landsins
Verkefnið Jöklasýn gengur út á að að ljósmynda jökla frá skilgreindum stöðum um allt land í samvinnu Jöklarannsóknafélagsins og almennings.
Markmið verkefnisins er að safna ljósmyndum í aðgengilegan gagnabanka um breytingar á íslenskum jöklum næstu 100 árin og miðla þeim upplýsingum til almennings.
Hugmyndafræðin er að gögn verkefnisins skapi sjónræna arfleifð til framtíðar og eru viðbót við hefðbundnar jökulsporðamælingar félagsins sem hófust fyrir rúmlega 90 árum síðan.
Taktu ljósmynd af jöklinum:
Hér er hægt að hlaða upp ljósmyndinni og verður hún hluti af gagnabankanum:
Ljósmyndir sem verða hluti af gagnabanka verkefnisins verða vistuð og birt með CC0 skilmálum. Hér geturðu nálgast upplýsingar um það hvernig myndirnar verða notaðar.
Jöklar á Íslandi hafa hörfað hratt á síðan um aldamótin 2000 og hafa þær breytingar verið raktar með margvíslegum aðferðum, meðal annars endurteknum ljósmyndum eins og þetta verkefni gengur út á. Jökulhörfun hér á landi og um allan heim er ein augljósasta birtingarmynd hlýnunar loftslags.
Hér geturðu fræðst um hvernig jöklarnir eru að breytast.