Iceland Glaciological Society - EISI

Leiðbeiningar fyrir ljósmyndastatíf

Ljósmyndastatífin eru hönnuð til þess að geta fest hvaða myndavél sem er me𠼓 bolta fyrir þrífót. Nánari upplýsingar um alla ljósmyndastaði, ásamt hvaða brennivídd (e. focal length) ætti helst að nota, hvort um sé að ræða stað þar sem tekin er víðmynd (e. panorama) eða stök ljósmynd má finna á kortinu.

Festu myndavélina með boltanum. Í þeim tilfellum þar sem myndavélin er fest í lóðréttri stöðu þarf stundum að halla myndavélinni aðeins til þess að jökullinn sé í myndafletinum. Hægt er að nota málmhringinn til þess að herða boltann enn frekar.

Ein ljósmynd

Ljósmyndastaðir þar sem myndavélin er fest í láréttra stöðu (landslagsmynd) og statífinu er ekki snúið. Bara smellt af einni mynd og huga að réttum stillingum á ljósopinu og skýrum fókus.

Víðmyndir

Til þess að taka víðmynd er myndavélin fest í lóðréttri stöðu og statífinu snúið til þess að ná samsettri mynd af öllum jöklinum og landslaginu umhverfis. Rétt er að huga að ákjósanlegum stillingum á ljósopinu og skýrum fókus, en einnig má notast við sjálfvirkar stillingar.

Takið myndirnar þannig að um 50% af rammanum/myndfletinum skarist milli mynda. Takið eins margar myndir og þarf til þess að ná öllum jöklinum og landslaginu umhverfis.

Hlaða svo upp myndinni eða myndunum hér:

Note that images submitted to EISI are released under a public domain (CC0) license. Read more about how your data is used.

Ljósmyndirnar ættu að vera á .jpg formi í upprunanlegri stærð og upplausn og ekki skera af þeim (e. crop). Ef þið takið myndirnar á RAW formi þarf að vista þær á .jpg formi áður en þeim er hlaðið upp.

Best er að hlaða upp öllum myndunum þannig að auðvelt sé að raða þeim upp og stilla þær af miðað við aðrar samsettar myndir teknar frá sama stað. Einnig er velkomið að hlaða upp samsettri mynd.

Get ég notað símann?

Já, þótt statífið sé betur til þess fallið að festa á það myndavél er hægt að nota símann. Stillið símanum uppá myndavélaplötuna og fyrir víðmyndir er betra að taka margar uppréttar myndir sem hægt er að skeyta saman, frekar en sjálfvirka víðmynd sem er möguleiki á flestum símum.

Takk fyrir að taka þátt í verkefninu. Hér getiði lesið ykkur til um jöklabreytingar á Íslandi